Leikurinn hefst á næstu dögum

Keppendur í öðrum stóra Dauðahringsleiknum okkar hafa verið að koma upp á skrifstofuna hjá okkur síðustu daga til að sækja byssurnar sínar og fara í myndatöku.

Enn eru nokkur pláss laus svo þú getur ennþá skráð þig til leiks.

Reglurnar eru ekki flóknar.

Reglur

1. Fimmtíu manns taka þátt í leiknum.

2. Þátttökugjald er 2.500 krónur og við greiðslu fær þátttakandi afhenta vatnsbyssu sem er vopnið hans í leiknum. Þá er tekin mynd af þátttakanda.

3. Þegar leikurinn hefst fá allir þátttakendur sendan til sín tölvupóst með nafni, kennitölu og mynd af sínu skotmarki. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar og þarf þátttakandi að finna skotmarkið sitt með því að nýta þessar upplýsingar. Leiknum lýkur síðan ekki fyrr en 49 hefur verið útrýmt og einungis einn stendur eftir sem sigurvegari.

4. Á hverjum tíma getur hver þátttakandi drepið tvo einstaklinga. Þann sem hann sjálfur er að elta og þann sem er á eftir honum. Ef þátttakandi skýtur úr vatnsbyssunni sinni á einhvern annan sem er að taka þátt í leiknum en í ljós kemur að hvorugur var að elta hinn hefur það engin áhrif í leiknum.

5. Ef tveir þátttakendur skjóta á hvorn annan deyr sá sem fyrr fær vatnið á sig. Ef upp kemur ágreiningur um það hvor hafi verið á undan þurfa þátttakendur að skera úr um það sín á milli. Ef þeir geta það ekki skulu báðir detta út og leikurinn heldur áfram án þeirra.

6. Þátttakandi er dauður (og þá úr leik) ef sá sem er að elta hann eða skotmarkið hans ná að sprauta á hann úr sínum byssum. Föt veita enga vörn gegn skotunum en hægt er að verja sig með því að fela sig á bakvið aðrar manneskjur eða fasta hluti eins og bíla, ruslatunnur o.s.frv. Ekki er nóg að hitta á hendur eða fætur heldur verður skotið að hitta búk eða höfuð andstæðingsins til að skotmarki hafi verið útrýmt.

7. Þegar skotmarki hefur verið útrýmt skal láta stjórnanda leiksins vita (Kraðak s: 777-5500). Hann sendir þá nýtt skotmark á þátttakanda, það skotmarki sem hinn dauði hafði áður. Þannig minnkar hringurinn smátt og smátt þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

8. Sigurlaunin í leiknum eru 50.000 krónur.

9. Aldurstakmark miðast við 18 ár.

10. Engar reglur eru settar í leiknum aðrar en þær að til að útrýma skotmarki verður að skjóta úr vatnsbyssunni sem var afhent í byrjun og þátttakandi verður sjálfur að skjóta úr henni en má ekki fá annan til þess að gera það fyrir sig. Brjóti þátttakandi landslög eða aðrar ríkjandi reglur er hann á eigin ábyrgð og tekur afleiðingum þess án þess að aðstandendur leiksins komi þar nærri.

Aukareglur – gilda aðeins um Leik nr. 2.

11. Hafi þátttakandi ekki drepið neinn 10 sólarhringum eftir að leikurinn hefst dettur hann sjálfkrafa úr leik. Hafi þátttakandi ekki drepið tvo 20 sólarhringum eftir að leikur hefst dettur hann sjálfkrafa úr leik… o.s.frv.

Skráning fer fram í síma 777-5500 eða með tölvupósti á kradak@kradak.is

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir 2. leikurinn. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s