Mánaðarsafn: febrúar 2011

00:00 – Einvígi

Núna eru liðnir tveir sólarhringar síðan þau Halldór og Harpa hófu lokabaráttu sína og enn hefur ekki dregið til tíðinda. Það er því komið að einvíginu. Klukkan 15:00 í dag, sunnudag, munu þau mætast á Klambratúni. Reglurnar eru þær sömu … Halda áfram að lesa

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:35 – Seinni miðinn er fundinn

Og Halldór er kominn í úrslit! Hann er annar tveggja sem keppa um titilinn Dauðahringsmeistari fm 95,7 og Kraðaks. Leyniorðið var HRINGUR. Gangi þér vel Halldór!  

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:21 – Þriðja vísbending

Annar miðinn er fundinn. Finndu hinn til að bjarga þér. Hann er í Nóatúnsverslun.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:18 – Fyrri miðinn er fundinn

Og Harpa er komin í úrslit! Hún er önnur tveggja sem keppa um titilinn Dauðahringsmeistari fm 95,7 og Kraðaks. Leyniorðið var BYSSA. Gangi þér vel Harpa!

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:11 – Önnur vísbending

Haldið ykkur í Reykjavík á svæðum 101 – 110…

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:01 – Fyrsta vísbending

Í ónefndum verslunum á höfuðborgarsvæðinu má finna tvo miða. Hvor þeirra veitir áframhaldandi þátttökurétt. Miðarnir eru á bakvið hveitið.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:00 vopnahlé

Enginn hefur dáið í dag og því höfum við gert vopnahlé. Á næsta klukkutímanum verður úr því skorið hvaða tveir detta út í kvöld og halda því ekki áfram í lokabardagann sem hefst á miðnætti.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd