Leikurinn hefst á næstu dögum

Keppendur í öðrum stóra Dauðahringsleiknum okkar hafa verið að koma upp á skrifstofuna hjá okkur síðustu daga til að sækja byssurnar sínar og fara í myndatöku.

Enn eru nokkur pláss laus svo þú getur ennþá skráð þig til leiks.

Reglurnar eru ekki flóknar.

Reglur

1. Fimmtíu manns taka þátt í leiknum.

2. Þátttökugjald er 2.500 krónur og við greiðslu fær þátttakandi afhenta vatnsbyssu sem er vopnið hans í leiknum. Þá er tekin mynd af þátttakanda.

3. Þegar leikurinn hefst fá allir þátttakendur sendan til sín tölvupóst með nafni, kennitölu og mynd af sínu skotmarki. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar og þarf þátttakandi að finna skotmarkið sitt með því að nýta þessar upplýsingar. Leiknum lýkur síðan ekki fyrr en 49 hefur verið útrýmt og einungis einn stendur eftir sem sigurvegari.

4. Á hverjum tíma getur hver þátttakandi drepið tvo einstaklinga. Þann sem hann sjálfur er að elta og þann sem er á eftir honum. Ef þátttakandi skýtur úr vatnsbyssunni sinni á einhvern annan sem er að taka þátt í leiknum en í ljós kemur að hvorugur var að elta hinn hefur það engin áhrif í leiknum.

5. Ef tveir þátttakendur skjóta á hvorn annan deyr sá sem fyrr fær vatnið á sig. Ef upp kemur ágreiningur um það hvor hafi verið á undan þurfa þátttakendur að skera úr um það sín á milli. Ef þeir geta það ekki skulu báðir detta út og leikurinn heldur áfram án þeirra.

6. Þátttakandi er dauður (og þá úr leik) ef sá sem er að elta hann eða skotmarkið hans ná að sprauta á hann úr sínum byssum. Föt veita enga vörn gegn skotunum en hægt er að verja sig með því að fela sig á bakvið aðrar manneskjur eða fasta hluti eins og bíla, ruslatunnur o.s.frv. Ekki er nóg að hitta á hendur eða fætur heldur verður skotið að hitta búk eða höfuð andstæðingsins til að skotmarki hafi verið útrýmt.

7. Þegar skotmarki hefur verið útrýmt skal láta stjórnanda leiksins vita (Kraðak s: 777-5500). Hann sendir þá nýtt skotmark á þátttakanda, það skotmarki sem hinn dauði hafði áður. Þannig minnkar hringurinn smátt og smátt þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

8. Sigurlaunin í leiknum eru 50.000 krónur.

9. Aldurstakmark miðast við 18 ár.

10. Engar reglur eru settar í leiknum aðrar en þær að til að útrýma skotmarki verður að skjóta úr vatnsbyssunni sem var afhent í byrjun og þátttakandi verður sjálfur að skjóta úr henni en má ekki fá annan til þess að gera það fyrir sig. Brjóti þátttakandi landslög eða aðrar ríkjandi reglur er hann á eigin ábyrgð og tekur afleiðingum þess án þess að aðstandendur leiksins komi þar nærri.

Aukareglur – gilda aðeins um Leik nr. 2.

11. Hafi þátttakandi ekki drepið neinn 10 sólarhringum eftir að leikurinn hefst dettur hann sjálfkrafa úr leik. Hafi þátttakandi ekki drepið tvo 20 sólarhringum eftir að leikur hefst dettur hann sjálfkrafa úr leik… o.s.frv.

Skráning fer fram í síma 777-5500 eða með tölvupósti á kradak@kradak.is

Birt í 2. leikurinn | Færðu inn athugasemd

Sigurvegari Dauðahrings FM 95,7 og Kraðaks

Halldór Snær Óskarsson

Hann fær að launum fullt af vinningum og meðal annars Sælulykil á Hótel Örk.

En við hjólum að stað í nýjan 50 manna leik af Dauðahringnum í næstu viku. Þeir sem vilja vera með skulu senda póst á kradak@kradak.is til að skrá sig.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

00:00 – Einvígi

Núna eru liðnir tveir sólarhringar síðan þau Halldór og Harpa hófu lokabaráttu sína og enn hefur ekki dregið til tíðinda. Það er því komið að einvíginu.

Klukkan 15:00 í dag, sunnudag, munu þau mætast á Klambratúni.

Reglurnar eru þær sömu og áður, það eru engar reglur aðrar en þær að þú verður að nota byssuna sem þér var afhent til að útrýma skotmarki þínu og þú verður sjálfur að skjóta af byssunni. Öll önnur bellibrögð eru leyfð.

Keppendur þurfa báðir að vera mættir klukkan 15:00 á Klambratún og mega ekki fara þaðan fyrr en annar þeirra hefur sigrað hinn.

Gangi ykkur vel kæru vinir og góðar stundir.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:35 – Seinni miðinn er fundinn

Og Halldór er kominn í úrslit!

Hann er annar tveggja sem keppa um titilinn Dauðahringsmeistari fm 95,7 og Kraðaks.

Leyniorðið var HRINGUR.

Gangi þér vel Halldór!

 

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:21 – Þriðja vísbending

Annar miðinn er fundinn.

Finndu hinn til að bjarga þér.

Hann er í Nóatúnsverslun.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:18 – Fyrri miðinn er fundinn

Og Harpa er komin í úrslit!

Hún er önnur tveggja sem keppa um titilinn Dauðahringsmeistari fm 95,7 og Kraðaks.

Leyniorðið var BYSSA.

Gangi þér vel Harpa!

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:11 – Önnur vísbending

Haldið ykkur í Reykjavík á svæðum 101 – 110…

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:01 – Fyrsta vísbending

Í ónefndum verslunum á höfuðborgarsvæðinu má finna tvo miða.

Hvor þeirra veitir áframhaldandi þátttökurétt.

Miðarnir eru á bakvið hveitið.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

23:00 vopnahlé

Enginn hefur dáið í dag og því höfum við gert vopnahlé.

Á næsta klukkutímanum verður úr því skorið hvaða tveir detta út í kvöld og halda því ekki áfram í lokabardagann sem hefst á miðnætti.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd

Saga morðingja Bjartmars

Ég kom heim og fór að afla mér upplýsinga um nýja fórnalambið. Ég fann voða lítið um hann og átti í töluverðu barsli með að finna eitthvað. Ég leitaði til vina og spurði um hann. Enginn vissi neitt. Ég skoða myndina af honum betur og tek eftir því að hann er í kokkabúning á myndinni og hettupaysu yfir. Ég sá glitta í merkið á búningnum hans og fór að spurja fólk hvort það vissi hvaða merki þetta væri. Ég hafði komist að því að hann var að vinna sem kokkur einu sinni þanig að mig grunaði að hann væri að vinna við það ennþá. Ég fæ svo svar frá vini sem segir að þetta sé logoið hjá oliver á fötonum hans. Ég fæ vinkonu mína til að hringja niðrí oliver og spurja hverjir væru að vinna. Stelpann sem svarar telur upp þá sem eru að vinna en notar gælunafn á Bjartmar sem ég man reyndar ekki hvað var en var nokkuð öruggur um að það væri hann. Stelpan spyr svo hver er að hringja og vinkona mín þykist vera kærasta stráks sem er að vinna þarna. Ég bruna niðrá Oliver og þegar ég labba inn situr Bjartmar þarna við borð og hann virtist vera nokkuð öruggur um það að ég væri að leita af honum. Ég labba framhjá honum og sest niður og panta mér drykk. Stuttu seinna panta ég mat og afgreiðslustelpan lætur Bjartmar vita. Hann stendur upp og ættlar inní eldhús og labbar framhjá mér. Þá dreg ég fram byssuna og skít hann. Hann brosir og við spjöllum smá. Hann sagði mér heilan haug frá sínu targeti og sá ætti að passa sig því ég er orðinn vel æstur.

Takk fyrir

P.s Bjartmar var awsome gaur.

Birt í fm 95,7 | Færðu inn athugasemd